11.4.2007 | 21:09
Fyrsti skóladagurinn
Í dag fór ég í skólann í fyrsta sinn í tvær vikur, eða öllu heldur 10 daga og það var allt í lagi (miðað við skóladaga). Ég var í fyrsta skipti ekki í mat sem var snilld enda hefði ég fengið eitthvað fiskilasagne
. Í frímó eftir það fór ég svo í fótbolta og meiddist í hné þegar ég hljóp á vegg
(klaufalegt) og þurfti að fara til læknis og komst því ekki á fótboltaæfingu. Ég er haltur með stóra kúlu og doppóttan marblett en nóg um það. Ég er nýbúinn að borða einn og hálfan hamborgara og er að fara að éta páskaegg, maður getur nú verið heila eilífð með þau, ég á ennþá eftir að taka það síðasta úr plastinu... uss, verð að fara að drífa í þessu ma'r.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já, mikið er ég feginn að þú skulir borða eitthvað almennilegt eins og hammara og páskaegg en ekki eitthvað drasl eins og fisk!
Komdu bara með páskaeggið næst þegar þú kemur í heimsókn og ég skal taka það úr plastinu. Annars sá ég að árni frændi þinn var að kommenta hjá þér en við vorum eitthvað að ræða um Öxnadalsá og fleiri ár fyrir norðan í ágúst kannski. En sleppum urriðakvísl og því vegna okurverðs. Hvernig líst þér á???
Annars á maður ekki að hlaupa á veggi. Það er ekki klaufalegt, það er stupid.....
arnar valgeirsson, 11.4.2007 kl. 21:28
Vona samt auðvitað að þú sért þokkalegur í fætinum, væni. Læknirinn hefur kannski getað gert við...
En páskaeggin hressa við bólgin hné!
arnar valgeirsson, 12.4.2007 kl. 01:06
vona auðvitað að þú sért að hressast og læknirinn hafi getað lagað eitthvað...
Annars er ekkert eins hressandi og páskaegg þegar maður er með lasið hné....
arnar valgeirsson, 12.4.2007 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.