Páskarnir

Ég var hjá honum pabba mínum, þeim ágæta karli, um helgina og bardúsaði margt skemmtilegt þar. Bróðir minn var á staðnum líka og hann kom með leikinn "Grand theft auto-San Andreas" í play-station2 og ég spilaði hann nánast allan tímann. En nóg um það, nú eru páskarGrinGrinGrin! Ég er búinn að fá þrjú páskaegg þ.e. : tvö egg nr. 5 og eitt nr.4 . Ég er búinn að borða svona helminginn af tveimur þeirra en það síðasta á ég eftir að opna. Málshættirnir sem ég er búinn að fá hljóma svona:      "Gott er góðum að þjóna" og "Kona sem aldrei hefur horft á manninn sinn veiða, veit ekki hvílíkum þolinmæðismanni hún er gift". Núna er ég annars nýbúinn að borða kvöldmat og strax farinn að éta páskaegg. Í gærkveldi horfði ég á myndina "Nacho Libre" og það var ágætis mynd. Í dag fór ég svo í sund með frænkum mínum og mömmu og við fórum í nýju laugina í Mosfellsbæ. Þetta eru búnir að vera nokkuð skemmtilegir páskar en nú er páskafríið bráðum búiðCrying.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

ég bið að heilsa þeim ágæta karli, föður þínum...

En ellefu ára piltar sem spila þennan rómantíska leik, GTA, fram á nætur á páskum, eru skrýtnir fuglar. Ég skal sjá til þess að þú fáir hann í afmælisgjöf.

Þegar þú verður átján!

Farðu svo að læra, svona fyrir svefninn.

arnar valgeirsson, 9.4.2007 kl. 20:09

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hvaða ágætiskarl er faðir þinn? Ég þekki bara einn föður þinn og sá er elliær kommúnisti, en með feykigóðan tónlistarsmekk samt.

Bið þig svo náðarsamlegast að hafa það sem allra best.

Ingvar Valgeirsson, 10.4.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Atli Arnarsson
Atli Arnarsson
Ég er 11 ára piltur sem býr í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband