Færsluflokkur: Bloggar

HÆTTUR

Hættur... ný síða... www.atli-95.central .is

GSM

Var að kaupa mér gemsa, Nokia 6070 á 12.000 kjell. Mjög flottur, frekar venjulegur með myndavél og ýmislegt fleira. Hann er í hleðslu í augnablikinu en ég get tekið hann þaðan í fyrramálið eða kl.11. Nú er ég að horfa á söngvakeppni framhaldsskóla á rúv en er sennilega að fara að horfa á myndina Sódóma á eftir. Þetta var ekki langt hjá mér í þetta skiptið en annars takk fyrir mig, Bless.

Er í skólanum

Hæmm. Nú er ég í skólanum í tölvutíma og þessvegna get ég bloggað. Ég er að hlusta á mjög skemmtilegt lag (japanskt bull) og er bara að hlakka til að komast í helgarfrí. Það er samt ekki einu sinni komið hádegi svo það er nóg eftir af deginum þar á meðal eitt skemmtiegt reyndar, það er valiðSmile . Svo fer ég í sund sem er líka fínt í enda dagsins.

Fyrsti skóladagurinn

Í dag fór ég í skólann í fyrsta sinn í tvær vikur, eða öllu heldur 10 daga og það var allt í lagi (miðað við skóladaga). Ég var í fyrsta skipti ekki í mat sem var snilld enda hefði ég fengið eitthvað fiskilasagneShocking Sick . Í frímó eftir það fór ég svo í fótbolta og meiddist í hné þegar ég hljóp á veggLoL (klaufalegt) og þurfti að fara til læknis og komst því ekki á fótboltaæfingu. Ég er haltur með stóra kúlu og doppóttan marblett en nóg um það. Ég er nýbúinn að borða einn og hálfan hamborgara og er að fara að éta páskaegg, maður getur nú verið heila eilífð með þau, ég á ennþá eftir að taka það síðasta úr plastinu... uss, verð að fara að drífa í þessu ma'r.

Dagurinn í dag eða 10. apríl 2007

Í dag vaknaði ég við að mamma hringdi í mig úr vinnunni á fyrsta degi sínum þar kl.9:45 og ég var ekkert smá svekktur yfir að fá ekki að sofa lengur. Annars er skólinn nú að byrja á morgunFrown svo að ég hef gott af því að vakna soldið snemma. Í dag var ég annars að leika við Gísla og þegar hann var farinn kom mamma og við fórum í sund. Við fórum í laugardalslaugina og þar hitti ég Haffa og við fórum eitthvað í körfu (ekki alveg venjulega reyndar) en þá er páskafríið á enda. 

Páskarnir

Ég var hjá honum pabba mínum, þeim ágæta karli, um helgina og bardúsaði margt skemmtilegt þar. Bróðir minn var á staðnum líka og hann kom með leikinn "Grand theft auto-San Andreas" í play-station2 og ég spilaði hann nánast allan tímann. En nóg um það, nú eru páskarGrinGrinGrin! Ég er búinn að fá þrjú páskaegg þ.e. : tvö egg nr. 5 og eitt nr.4 . Ég er búinn að borða svona helminginn af tveimur þeirra en það síðasta á ég eftir að opna. Málshættirnir sem ég er búinn að fá hljóma svona:      "Gott er góðum að þjóna" og "Kona sem aldrei hefur horft á manninn sinn veiða, veit ekki hvílíkum þolinmæðismanni hún er gift". Núna er ég annars nýbúinn að borða kvöldmat og strax farinn að éta páskaegg. Í gærkveldi horfði ég á myndina "Nacho Libre" og það var ágætis mynd. Í dag fór ég svo í sund með frænkum mínum og mömmu og við fórum í nýju laugina í Mosfellsbæ. Þetta eru búnir að vera nokkuð skemmtilegir páskar en nú er páskafríið bráðum búiðCrying.


Borat

Ég horfði á Borat seint í gærkvöldi og fannst hún nokkuð góð. Með myndinni át ég vínber en ekkert nammi eða svoleiðis enda að koma páskar og þá fær maður aldeilis of mikið af nammiShocking .Fyrir þá sem ekki hafa séð myndina Borat er hún um fréttamanninn Borat sem fer frá Kasakstan til Ameríku til að gera heimildamynd um lífið í Ameríku en sá leiðangur breytist svo í að finna Pamelu Anderson og giftast henni. Báðfyndin mynd hér á ferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér faraSmile !

Mr.Bean´s Holiday

Í dag fór ég í bíó á myndina "Mr.Bean´s Holiday" í Laugarásbíói. Ég fór með mömmu og við ætluðum á tilboð kl. 2, helmings afsláttur, en þá var uppselt svo við ákváðum að fara kl.4 því maðurinn í afgreiðslunni bauð okkur helmings afslátt þá líka!Tounge . Myndin var barasta nokkuð góð og ég skemmti mér stórkostlega. Eins og nafnið gefur að kynna fjallar myndin um sumarfrí Mr.Bean´s.Nú er ég líka búinn að þvo af mér þetta ógeðslega krem sem ég var með og get því hagað mér eins og venjuleg manneskja og er þessvegna himinlifandi. Núna erum við mamma búin að leigja okkur myndina "Borat" sem á víst að vera svo frábær og við erum að fara að horfa á hana núna í kvöldCool . Á morgun mun ég svo sennilega skrifa aðeins um þá einstöku mynd en annars segi ég bara verið hress og í stuði með guðiHalo !

Heimanám

Víííí! Gaman gaman, ég er BÚINN með heimanámið, loksins er ég kominn í alvöru páskafríSmile . Núna get ég gert það sem ég viiiillll (aðeins að ýkja). Jæja, ætla ekki að hafa það lengra í bili. Takk fyrir mig.   bæjjjjóCool

Krem-vesen

Nú er ég með eitthvað leiðinda krem sem ég þarf að vera með á mér í heilan sólarhring.Þetta þarf að vera á ÖLLUM líkamanum, bókstaflega reyndar fyrir utan andlitið. Fyrst eftir að maður fær þetta á sig getur mann sviðið alveg óskaplega og það bætir ekki fyrir að það er alveg hræðileg lykt af þessu. Þegar ég fékk þetta fékk ég líka svakalegan magaverk og varð flögurt. Nú þegar ég skrifa þetta er ég líka með asnalega bómullarhanska en hvað um það,  svona er lífið.

Næsta síða »

Höfundur

Atli Arnarsson
Atli Arnarsson
Ég er 11 ára piltur sem býr í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband