Páskafríið...

Jibbííííí! Ég er kominn í páskafrí sem er snilld. Er reyndar ekki á fyrsta degi þess því það byrjaði föstudaginn 30. mars þegar ég gekk úr skólanum og beint heim, þannig að ég er búinn að gera ýmislegt í páskafríinu sem hefur verið mjög gaman. T.d. hefur Gísli vinur minn gist hjá mér og við gerðum ýmislegt skemmtilegt þá. Svo daginn eftir fórum við Gísli saman í sund í Breiðholtslaugina í svona 3 klst. Daginn eftir það fór ég með Eyþóri og Gísla á skauta sem var snilld. Þar hittum við Daníel og Val vini okkar. Ég náði nú ekki að plata neinn neitt vel á 1. apríl en ég lék við Gísla og keppti í fótbolta með fram á fyrsta leiknum á Reykjavíkur mótinu hjá mér. Þetta er bara búið að vera skemmtilegt það sem sem búið er af páskafríinu.

Allir velkomnir!

Jæja. Nú er ég búinn að stofna þessa fínu bloggsíðu sem mun stækka og stækka!!! Og það sem meira er að það eru  allir velkomnir! Reyndar er það nú ekkert óvenjulegt en hvað með það,allir að muna eftir gestabókinni!!!Grin

« Fyrri síða

Höfundur

Atli Arnarsson
Atli Arnarsson
Ég er 11 ára piltur sem býr í Reykjavík.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 187

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband